Streymi frá söngstund gekk frábærlega

Beint streymi frá söngstund á sal í morgun, 11. september gekk vonum framar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu sem skilaði sér fullkomlega undir öruggri stjórn starfsmanna Skjáskots. Síðan hafa margir skoðað og hlustað á söngstundina í dag en síðan hverfur hún af leynisvæði skólans á Youtube. Við þökkum þeim sem fylgdust með þessari frumraun.