Söngur á sal í beinu streymi

Söngur á sal á föstudagsmorgnum er gæðastund hér í Ísaksskóla og nærvera ykkar, kæru foreldrar/ forráðamenn er svo mikill hluti af töfrunum sem skapast í morgunsárið. Þar sem Covid-19 ástandið  kemur í veg fyrir að við getum boðið ykkur inn höfum við ákveðið að streyma söngstundinni í fyrramálið. Streymið hefst um kl. 8:45 og eins og alltaf syngja börnin nokkur lög. Til þess að komast inn á streymið er farið inn á eftirfarandi slóð: https://isaksskoli.is/songstund/

Lykilorð:  (sent til foreldra/forráðamanna í tölvupósti)

Að lokum minnum við á að söngskrárnar eru alltaf aðgengilegar á heimasíðunni okkar undir söngskrár: https://isaksskoli.is/songskrar/