Skólaslit og tröppusöngur

Kæru foreldrar/forráðamenn

Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 5. júní.

Þessi dagur er hefðbundinn skóladagur.

Skólaárinu lýkur með skólaslitum kl 13:30 og þá er foreldrum/forráðamönnum velkomið að koma og hlýða á tröppusöng.

Að honum loknum fylgja börnin kennara sínum inn í skólastofu og kveðja þar.

Engin gæsla er að loknum skólaslitum.

Sumarskólinn hefst miðvikudaginn 10. júní.

Með sól í sinni,
Starfsfólk Ísaksskóla