Skólasamningur skólaárið 2023-2024

Grunnupplýsingar

Athugið að ef breyting verður á lögheimili milli sveitarfélaga á skólaárinu er nauðsynlegt að tilkynna það með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara til skólans. Einnig þarf að sækja um leyfi til skólavistar í Ísaksskóla hjá nýja sveitarfélaginu fyrir barnið. Þetta á ekki við ef flutt er til Reykjavíkur.

Systkini

Vinsamlega skráðu nafn, kennitölu og skóla systkina. (nægir að nefna þrjú yngstu systkinin)

Foreldrar / Forráðamenn

Annar tengiliður:

Annar tengiliður sem hægt er að ná í í neyð.

Vistunartími, frístund og mataráskrift

Vistunartími | 5 ára börn úr Reykjavík

Fyrir tíma umfram 8 klst. á dag er greitt sérstaklega, vinsamlega kynnið ykkur gjaldskrá fyrir aukagæslu á vef skólans. Skólinn opnar kl. 7:30 og lokar kl. 17:15.

Gæsla (áskrift) 5 ára barna utan Reykjavíkur

Frístund (áskrift) | 6-9 ára börn

Athugið að ekki er gert ráð fyrir barninu í neinni frístund, fyrr en búið er að skrá tímana.

Mataráskrift | 5 ára börn úr Reykjavík

Börn með lögheimili í Reykjavík eru sjálfkrafa skráð í fullt fæði hjá skólanum.

Mataráskrift | 6-9 ára börn og 5 ára börn utan Reykjavíkur

Leyfismál

Greiðsluupplýsingar

Öll gjöld eru innheimt fyrirfram og er gjalddagi 1. hvers mánaðar og eindagi 10. hvers mánaðar. Eftir þann tíma bætast dráttarvextir við gjöldin. Skólagjöldum og mataráskrift er skipt jafnt niður á 10 máuði, september-júní, hjá grunnskólabörnum og 5 ára börnum utan Reykjavíkur. Fyrir 5 ára börn úr Reykjavík er greitt í 11 mánuði. Skólagjöld skulu greidd fyrir allt skólaárið þó svo að barn/nemandi hætti í skólanum á skólaárinu.

Ef forráðamenn skulda gjöld meira en tveggja mánaða hefur skólinn heimild til þess að setja skuldina í innheimtu með tilheyrandi kostnaði. Foreldrar og forráðamenn staðfesta einnig með samningi þessum skuldleysi við þann skóla sem barnið kemur úr.

Reikningur verður sendur til greiðanda í tölvupósti og bankakrafa stofnuð en ekki prentaður út greiðsluseðill. Mikilvægt er að tilkynna til skólans ef breyting verður á tölvupóstfangi því það er aðalsamskiptaleið skólans við greiðanda.

Forráðamenn eru þeir sem fram koma í Mentor.is og eru samábyrgir fyrir skólagöngu barnsins og greiðslu allra gjalda. Forráðamenn greiða gjöld frá þeim tíma sem barnið er skráð í skólann. Ef forráðamenn standa ekki skil á greiðslu ofangreindra gjalda hefur skólinn heimild til þess að láta skrá viðkomandi á vanskilaskrá Creditinfo.

Athugið að breytingar á allri áskrift eru skráðar gegnum vef skólans eða á skrifstofu skólans og þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar.

Staðfesting og samþykki samnings

Athugið að IP auðkenni tækis þess er fyllir úr samninginn er skráð.