Á þriðjudaginn kemur, þann 1. febrúar lýkur skóladegi allra nemenda í 1.-4. bekk Ísaksskóla kl. 11:00. Þetta á við um alla nemendur hvort sem þeir fara í bólusetningu eða ekki. Foreldrar/forráðamenn sækja börnin sín út á skólalóð klukkan 11:00. Frístundin opnar síðan kl. 14:10 og verður opin til kl. 16:30. Mikilvægt er að fylgjast vel með þeim börnum sem fara í bólusetninguna. Þau gætu fengið auka
Kæru foreldrar/forráðamenn Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem taka gildi frá og með miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Breytingarnar hafa ekki áhrif á reglugerð nr. 6/2022 um takmörkun á skólastarfi sem gildir áfram, til og með miðvikudagsins 2. febrúar nk. : Sjá frétt frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu: https://www.stjornarradid.is/efst-a-bau
Hér ríkir þorrastemning í morgunsárið og lyktin af þorrasmakkinu leggur um allt hús. Börnin eru búin að syngja minni karla og minni kvenna í bekkjarhópunum sínum í söng á sal og framundan er helgin með öll sín fyrirheit um að fá að sofa út og slaka á. Sögnin að þreyja merkir ‘þrauka, bíða e-s með eftirvæntingu’ og er skyld sögninni að þrá. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar og hefst á fö
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 7 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.