Hvernig tala skal við börn um kórónaveiruna // How to talk to children about the corona virus

// english follows

Kæru foreldrar og forráðamenn,
Hér fylgja 5 góð ráð varðandi hvernig má ræða um kórónavírusinn við börn. Leiðbeiningarnar eru lauslega þýddar af vef danska ríkisútvarpsins, DR.dk, og fylgir tengill á fréttina neðst í póstinum.

 

  • 1 – Hlustaðu á barnið
    •   Fyrst og fremst skulum við setjast niður og spyrja barnið hvort það vilji tala um kórónaveiruna og komast að því hvað barnið veit nú þegar. Sköpum aðstæður þar sem barnið upplifir öryggi og ró.
    • Ýmsar áhyggjur sem börn hafa eiga það til að hverfa þegar um þær er rætt. Áhyggjurnar hafa tilhneigingu til þess að vaxa í augum barnsins ef þau þurfa að ganga með þær á herðunum og fá þær hvorki hraktar né staðfestar.

 

  • 2 – Haltu þig við staðreyndir og þroskastig barnsins
    • Svaraðu spurningum barnsins á sem einfaldastan hátt. Ef barnið spyr til dæmis hve margir hafa dáið á Íslandi, þá svarið þið að enginn hafi dáið. Þá er mikilvægt að hefja ekki umræður um hve margir hafa látist í öðrum heimshlutum, til dæmis í Kína.
    • Haltu þig við það sem barnið veit nú þegar eða hefur þegar áhyggjur af og talið aðeins um staðreyndir. Forðumst heimsendaumræður og það sem barnið hefur ekki þegar heyrt. Auðvitað skiptir máli hve gamalt barnið er. Því yngra sem barnið er, því einfaldari höldum við upplýsingunum.

 

  • 3 – Talaðu um lausnir
    • Talaðu við barnið um hvað við getum sjálf gert. Á heimasíðu landlæknis má finna fjöldann allan af góðum ráðum. Það hjálpar að spritta hendur, passa upp á handþvott og að passa að hósta aðeins í olnbogabótina eða í einnota pappír.
    • Einnig skulum við halda okkur frá fólki sem hefur sýnileg einkenni flensu eða kvefs, og auðvitað sjálf halda okkur frá fólki ef við sýnum sjálf þessi einkenni.

 

  • 4 – Verum meðvituð og upplýst
    • Það er góð hugmynd að vera meðvitaður um eigin viðbrögð við upplýsingum og fréttum af kórónaveirunni. Fólk gæti fundið fyrir þörf til að hafa alla fréttamiðla gangandi á heimilinu, svo sem útvarp, sjónvarp og samfélagsmiðla.
    • Börnin heyra margt sem við fullorðna fólkið áttum okkur ekki endilega á. Við sem fullorið fólk eigum að vita hvað er í gangi hverju sinni. Því er það mikilvægt að vera meðvitaður um eigin viðbrögð við upplýsingum. Börn finna vel fyrir því ef við upplifum stress eða hræðslu.

 

  • 5 – Fylgjumst með fréttum
    • Sem fullorðið fólk getum við haldið okkur upplýstum í gegnum vef Landlæknis svo við getum verið viss um að fá réttar upplýsingar. Sögusagnir geta farið á stjá, til dæmis á vinnustöðum og á samfélagsmiðlum, sem eru ekki endilega alveg sannleikanum samkvæmt.
    • Fyrir eldri börn má til dæmis skoða vef landlæknis saman og lesa sér til.

 

 

 

 

 

 

 

 

English:

 

Following are guidelines on how to discuss the new coronavirus with your child. The guidelines are adapted from Denmark’s Radio (DR.dk), with the original link at the end of this email.

 

  • 1 – Listen to the child
    • First and foremost we should sit down and ask the child whether or not they want to discuss the coronavirus and find out what they already know. Create an environment where the child feels safe and secure.
    • Various concerns that children have may vanish when they are discussed. Their worries have a tendency to increase in size if the child has to carry them by themselves, getting those worries neither rejected nor confirmed

 

  • 2 – Keep to facts and the child‘s developmental stage
    • Answer the child‘s question as simply as possible. If the child asks, for example, how many people have died in Iceland, you answer that nobody has. Do not start a conversation on how many people have died in other parts of the world, for example in China.
    • Keep to what the child already knows or is already worried about and only speak about facts. Stay away from all discussion on worst-case-scenarios and what the child hasn‘t heard already. Of course the child‘s age is important here. The younger the child, the simpler the information we give them.

 

  • 3 – Speak about solutions
    • Talk to the child about what we CAN do. On the Directorate of Health‘s website (landlaeknir.is) we can find good advice. It helps to sanitise hands, keep up hand hygiene and make sure when we couch to do so in a single use tissue or on our upper sleeve.
    • We should keep away from people with visible signs of the flu, and of course stay away from people if we ourselves show those symptoms.

 

  • 4 – Stay aware and informed
    • It is a good idea to be conscious about our own reaction with new information and news about the coronavirus. People might feel a need to have all news outlets running at home, such as the radio, the TV and social media.
    • Children often hear more than adults realize. We as adults should be aware of the most recent developments in the case and therefore it is of great importance to be mindful of our own reactions. Children can feel it if we experience stress or fear.

 

  • 5 – Follow the news
    • As adults we can keep informed via the Directorate of Health‘s website so that we can be sure to get the most recent, up to date information. Rumors can spread, for example in the workplace and on social media, that are not necessarily true.
    • For older children you can access the Directorate of Health‘s website together and read updates with your child.

 

Tenglar (e. links):

https://www.dr.dk/nyheder/indland/5-gode-raad-saadan-taler-du-med-dit-barn-om-coronavirus (Danish)
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/ (Íslenska)
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/ (English)