Fulltrúar foreldra í skólaráð Skóla Ísaks Jónssona

Kæru foreldrar/forráðamenn

Við þurfum tvo fulltrúa foreldra í skólaráð skólans og leitum til áhugasamra foreldra/forráðamanna. Við fundum ca. 6 sinnum á skólaárinu og fundirnir standa yfir í um klukkustund. 

Endilega sendið mér póst ef þið hafið áhuga.

Í reglugerð um skólaráð í grunnskóla segir m.a.:

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Skólaráð:

a. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,

b. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar, 

c. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið, 

d. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda, 

e. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, 

f. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað, 

g. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Mínar bestu kveðjur,
Sigríður Anna Guðjónsdóttir