Árlegir atburðir sem Foreldrafélag Ísaksskóla stendur fyrir eru m.a. eftirfarandi:
Haustfagnaður:
Haustfagnaður á skólalóðinni þar sem boðið er upp á ýmisskonar skemmtun ma. hoppukastala, andlitsmálningu ásamt léttum veitingum.
Árbæjarsafn:
Á hverju ári er haldin jólastund í Árbæjarsafni þrjá 1. , 2. og 3. í aðventu. Foreldrafélag Ísaksskóla býður nemendum skólans og fjölskyldum þeirra afsláttarmiða á jólastund safnsins.
Öskudagur:
Á Öskudag er venjulegt skólahald fram að hádegi. Eftir hádegisfrímínútur tekur Foreldrafélags skólans við þar sem boðið er upp á sýningu og skemmtun á salnum og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið.
Páskabingó:
Foreldrafélagið býður upp páskabingó á ári hverju skömmu fyrir páskaleyfi. Bingókvöldin eru tvö og skiptast nemendur skólans jafnt milli kvölda.