Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Jólatrésskemmtanir

20. desember 2021

Jólatrésskemmtanir eru á mánudaginn kemur, þann 20. desember. Til þess að virða allar sóttvarnarreglur höfum við skipulagt jólatrésskemmtanirnar eftir kúnstarinnar reglum. Böllin verða 5 í ár:

5 ára kl. 10:30-11:30
6 ára kl. 11:30-12:30
7 ára kl. 12:30-13:30
8 ára kl. 14:00-15:00
9 ára kl. 15:00-16:00

5 ára – Mæting 10:15. Gengið í salinn kl. 10:30 og dagskráin hefst. Börnin sótt við 5 ára innganginn kl. 11:30

6 ára – Mæting 11:20 við brunavarnarhurðina. Gengið í salinn kl. 11:30 og dagskráin hefst. Að loknu ballinu fara þau út á sama stað um baunarvarnarhurðina kl. 12:30.

7 ára – Mæting 12:20 við aðalinnganginn og fara öll upp á gamla gang (7 ára IG líka). Gengið í salinn kl. 12:30. Að loknu ballinu fara þau öll út um brunavarnarhurðina kl. 13:30.

8 ára – Mæting 13:50 við aðalinnganginn. Að ballinu loknu fara þau út um brunavarnarhurðina uppi á gamla gangi 15:00.

9 ára – Mæting 14:50 við aðalinnganginn. Að loknu ballinu fara þau þar út aftur kl. 16:00.

Opið verður í Sólbrekku (fyrir 5 ára börnin sem ekki byrja í jólafríi strax) 21.-22. desember og til hádegis 23. desember. Lokað verður á milli hátíðanna.

Skólahald hefst á nýju ári miðvikudaginn 5. janúar.

Gleðileg jól!
Starfsfólk Ísaksskóla

Upplýsingar

Dagsetn:
20. desember 2021