Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Jólatrésskemmtanir

18. desember 2020

Jólatrésskemmtanir Nemendur safnast saman í skólastofunum sínum og ganga svo með sínum kennara að trénu í salnum. Engin kennsla eða gæsla er þennan dag og því miður er ekkert pláss fyrir foreldra eða vini á þessum jólatrésskemmtunum.


Nú hafa línur skýrst varðandi sóttvarnarreglur. Við þurfum enn að halda hólfum og því verða böllin 5 þetta árið:

5 ára kl. 10:30-11:30
6 ára kl. 11:30-12:30
7 ára kl. 13:00-14:00
8 ára kl. 14:30-15:30
9 ára kl. 15:30-16:30

5 ára
Mæting 10:15 við 5 ára innganginn. Gengið í salinn kl. 10:30 og dagskráin hefst. Börnin sótt við 5 ára innganginn kl. 11:30.

6 ára
Mæting 11:20 við brunavarnahurðina að norðanverðu. Gengið í salinn kl. 11:30 og dagskráin hefst. Að loknu ballinu fara börnin út á sama stað um brunavarnarhurðina kl. 12:30.

7 ára
Mæting 12:50 við aðalinnganginn og fara öll börnin upp á gamla gang (7 ára Lilla líka). Gengið í salinn kl. 13:00. Að loknu ballinu fara þau út um brunavarnarhurðina að norðanverðu 14:00.

8 ára
Mæting 14:20 við aðalinnganginn. Að ballinu loknu fara börnin út um brunavarnarhurðina uppi á gamla gangi 15:30.

9 ára
Mæting 15:25 við aðalinnganginn. Að loknu ballinu fara börnin þar út aftur kl. 16:30.

Við látum fylgja með mynd frá jólahúfufjörinu í Ísaksskóla í morgun. Jólagleðigjafarnir eru margir í húsi í dag.

Opið verður í Sólbrekku (fyrir 5 ára börnin) 21.-23. desember en lokað á milli jóla og nýárs.

Skipulagsdagur verður þriðjudaginn 5. janúar og fyrsti skóladagurinn á nýju ári verður miðvikudaginn 6. janúar.

Með jólakveðjum,
starfsfólk Ísaksskóla

Upplýsingar

Dagsetn:
18. desember 2020