Skipulagsdagur verður föstudaginn 13. maí. Engin starfsemi er í Sunnuhlíð né Sólbrekku þennan dag. Leikjadagur verður föstudaginn 21. maí. Farið verður á Miklatún og farið í leiki sem Matti krull, Baldur og Kristinn íþróttakennarar skipuleggja. Við færum daginn til ef veðrið verður eitthvað að stríða okkur. Uppstigningadagur er fimmtudaginn 26. maí og er almennur frídagur. Annar í hvítasunnu er má
Kæru foreldrar/forráðamenn og starfsmenn, Ársfundur Skóla Ísaks Jónssonar var haldinn í gær, þriðjudaginn 26. apríl. Stjórn skólans næsta starfsárið skipa þau Páll Harðarson fulltrúi foreldra og Jónas Þór Guðmundsson varamaður hans, Herdís Þórsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Lára Jóhannesdóttir varamaður hennar og Árni Sigurðsson fulltrúi foreldra og Berglind Ósk Bárðardóttir varamaður hans. F
Kæru foreldrar/forráðamenn Skipulagið á söngstundunum okkar á föstudögum verður á þennan veg fram á vor: Föstudagana 22. apríl, 6. maí og 27. maí bjóðum við oddatölum, foreldrum 7 & 9 ára bekkja, auk foreldrum tveggja fimm ára bekkja (IHJ og MBD, stofum 11 og 13). Sléttar tölur; foreldrum 6 & 8 ára bekkja, auk foreldrum tveggja fimm ára bekkja (HÞ og BP stofum 10 og 12), verður boðið að ko
Bæklingur sem ber nafnið "Velkomin í Ísaksskóla" er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna skólans. Hann inniheldur samantekt á öllum helstu upplýsingum um skólastarfið sem gott er að hafa við höndina
"Ég er sérstaklega ánægður með hversu lítill skólinn er. Allar boðleiðir eru því stuttar. Barnið er öruggt í þessu litla umhverfi þar sem hlýja og persónuleg samskipti eru ofar öllu."
Páll Harðarson,
skólanefndarformaður
"Ótrúlega persónulegt umhverfi, haldið í gamlar hefðir og framúrskarandi starfsfólk með einstaka hæfileika til að ná fram því besta hjá börnunum okkar"
Sigríður Hrund Pétursdóttir,
móðir Snæfríðar í 7 ára bekk
Um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs
Gefnar hafa verið út reglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra. Þessar reglur gilda líka ef öskufalls verður vart í Reykjavík.